vefsíða
(útgáfudagur)
4. apríl 2025
(ritað af)
Lúpína
Veltir þú því oft fyrir þér af hverju viðskiptavinir þínir nýta ekki vefsíðuna þína til að afla sér upplýsinga? Getur verið að vefsíðan þín er ekki nægilega notendavæn? Hérna eru nokkrar ástæður sem gætu útskýrt það.
Meirihluti notenda skoðar nú vefsíður í símanum sínum. Ef vefsíðan þín er ekki hönnuð með „mobile-first“ nálgun, getur upplifun notenda orðið slök – sem leiðir til minni umferðar, færri fyrirspurna og tapaðra tækifæra.
Ef það tekur meira en þrjár sekúndur að hlaða síðuna, þá eru margir notendur þegar farnir. Hæg vefsíða skaðar ekki bara notendaupplifunina – hún hefur líka neikvæð áhrif á leitarvélaröðunina þína.
Ef síðasti „refresh“ var fyrir meira en 3–5 árum, er líklegt að vefsíðan þín endurspegli ekki lengur hver þú ert í dag. Þróun fyrirtækja, ný þjónusta eða ný stefna þurfa að skila sér í útliti og skilaboðum vefsíðunnar.
Ef þú þarft að hringja í „tæknimanninn“ í hvert skipti sem þú vilt uppfæra opnunartíma eða bæta við nýrri vöru, þá ertu föst/fastur í gömlum kerfum. Nýjar vefsíður gera þér kleift að halda síðunni lifandi, ferskri og sveigjanlegri.
Ef markmið vefsíðunnar eru að fá pantanir, bókanir eða fyrirspurnir – og það er ekki að gerast – þá er það skýr vísbending um að tími sé kominn á endurnýjun. Góð vefsíða vinnur fyrir þig allan sólarhringinn.
Við hjá Lúpínu hönnum vefsíður sem endurspegla hver þú ert í dag, styðja við markmið þín og skila raunverulegum árangri. Við sjáum um allt ferlið – frá hugmynd að lifandi vef – og tryggjum að þú hafir fulla stjórn á eigin efni.
🌱 Fáðu vef sem vinnur með þér – ekki gegn þér.
👉 Hafðu samband í dag