hönnun

Algeng hugtök í vefhönnun – hvað þýða þau eiginlega?

(útgáfudagur)

20. mars 2025

(ritað af)

Lúpína

Hvað meinar þú með ‘footer’? – Tækniorð vefheimsins útskýrð á mannamáli.

Header, hýsing og lendingarsíða? Það er ekkert skrítið að fólk ruglist þegar það vinnur í fyrsta sinn með vefhönnunarfólki – við notum nefnilega oft sértæk hugtök sem eru ekki sjálfskýr. Hér er einfaldur listi yfir algeng orð sem við hjá Lúpínu notum reglulega – og hvað þau raunverulega þýða.

📌 Bygging vefsins

  • Header – Efsti hluti vefsins. Oft inniheldur hann lógó og valmynd (menu).
  • Footer – Neðsti hluti vefsins. Þar má oft finna tengla, samskiptaupplýsingar, vafrakökur o.fl.
  • Menu (valmynd) – Leiðarkerfi vefsins sem hjálpar notandanum að rata á milli síðna.
  • Undirsíður – Síður sem tilheyra meginflokk, t.d. „Um okkur“ eða „Þjónusta“.
  • Lendingarsíða (Landing Page) – Sérhönnuð síða fyrir tiltekið markmið, t.d. söluherferð eða skráningu. Hún hefur oft einbeittari uppsetningu og kallar notandann til aðgerða.

📱 Skjástærðir og tæki

  • Desktop – Útgáfan af vefnum sem sést á hefðbundnum tölvuskjá.
  • Tablet – Útlit og virkni vefs á spjaldtölvu (t.d. iPad).
  • Mobile – Útlit og virkni á snjallsíma. Mikilvægt er að vefurinn virki vel á öllum skjám.

🔧 Tæknilegir hlutir

  • Responsiv vefur – Vefur sem aðlagar sig sjálfkrafa að mismunandi skjástærðum (sjá að ofan).
  • CMS (Content Management System) – Efnisumsjónarkerfi. WordPress er vinsælasta CMS kerfið í dag og það sem við hjá Lúpínu notum.
  • Hýsing (Hosting) – Geymsluplássið sem vefurinn þinn býr á, á netþjóni. Það þarf örugga og hraða hýsingu til að vefurinn virki vel.
  • SSL skírteini – Öryggisvottorð sem tryggir dulkóðuð samskipti við vefinn. Vefir með SSL byrja á „https://“ og sýna lásmerki.
  • Vefumsjón (Website Maintenance) – Viðhald vefsins eftir að hann fer í loftið: öryggisuppfærslur, bilanalagfæringar og breytingar á efni.

📄 Efni og virkni

  • Hero banner / mynd – Stór mynd efst á forsíðu eða lendingarsíðu sem grípur athygli notandans.
  • CTA (Call To Action) – Hvatning til notandans um að framkvæma eitthvað: t.d. „Hafa samband“, „Skrá sig“ eða „Kaupa núna“.
  • Forms (eyðublöð) – Notað til að safna upplýsingum frá gestum, t.d. pöntun, skráning eða fyrirspurn.
  • Pop-up – Lítill gluggi sem birtist yfir síðunni, t.d. til að minna á tilboð eða hvetja til aðgerða.

🎯 Markaðs- og mælingatengd hugtök

  • SEO (Search Engine Optimization) – Leitarvélabestun. Felur í sér að stilla vefinn þannig að hann birtist ofarlega í leitarniðurstöðum Google.
  • Analytics – Tól eins og Google Analytics sem mælir umferð á vefnum, hegðun notenda o.s.frv.
  • Pixel – Lítill mælikóði (oft frá t.d. Facebook) sem fylgist með hegðun notenda til að styðja við markaðssetningu.
Mynd eftir Laurin Steffens á Unsplash

Þú þarft ekki að kunna öll orðin – við hjálpum þér að skilja þau

Það er ekki þitt hlutverk að kunna tækniorð – en það getur verið þægilegt að vita hvað við meinum þegar við tölum um „footer“ eða „lendingarsíðu“. Ef þú ert í samstarfi við okkur hjá Lúpínu, þá útskýrum við hlutina á mannamáli – og sjáum um flækjustigið fyrir þig.

👉 Hafðu samband ef þú vilt að við tökum að okkur vefinn þinn – með einfaldleika og öryggi í fyrirrúmi.