tækni
(útgáfudagur)
24. ágúst 2025
(ritað af)
Lúpína
Já – ef þú vilt öruggan, hraðan og virkan vef sem virkar fyrir þig, ekki á móti þér
Mörgum finnst þau hafa lokið verkefninu þegar nýr vefur er kominn í loftið. En sannleikurinn er sá að vel hannaður vefur þarf áframhaldandi umsjón og stuðning til að halda sér hröðum, öruggum og árangursríkum – sérstaklega þegar hann er byggður í WordPress.
Hjá Lúpínu bjóðum við heildstæða vefumsjón – þar sem við hugsum um tækni, öryggi og viðhald svo þú þurfir ekki að gera það sjálf/ur/tt. Hér eru þrjár helstu ástæður fyrir því að vefumsjónin okkar borgar sig:
Vefurinn þinn þarf að vera til staðar – alltaf. Við tryggjum að hann sé öruggur, virki hratt og sé í góðu ásigkomulagi með eftirfarandi:
SSL skírteini – fyrir örugga nettengingu og verndun viðkvæmra gagna
Vírusvarnir og öryggisvöktun – við vöktum vefinn og grípum strax inn ef þörf krefur
Reglulegar kerfisuppfærslur – bæði WordPress og viðbótum er haldið við
Brugðist við bilunum – ef eitthvað bilar sjáum við um að laga það – hratt
Við nýtum vandaða og hraðvirka hýsingu sem tryggir að vefurinn þinn hlaðist hratt og þoli álag.
Það safnast hratt fyrir af litlum beiðnum: ný mynd, uppfærsla á opnunartímum, breyting á kynningu. Þess vegna er 1 klst af þjónustu á mánuði innifalin í vefumsjóninni hjá Lúpínu. Innifalið í henni er:
- Myndum og efni breytt eða skipt
- Textar, síður og takkar uppfærðir
- Nýjar vörur, viðburðir eða tilboð sett inn á vefsíðuna (líka hönnun og uppsetning á efni)
- Þú einfaldlega sendir okkur póst – og við klárum málið
Að eiga vef krefst ákveðinnar tækniþekkingar, skipulags og tíma – en tíminn þinn nýtist betur í að reka fyrirtækið þitt, þjónusta viðskiptavini þína eða þróa vörur.
Með því að fela okkur umsjónina þarftu ekki að fylgjast með uppfærslum, lesa villuboð eða laga bilaða virkni. Við gerum það fyrir þig.
Vefumsjónin okkar er fyrir þau sem vilja hafa hlutina einfalda og örugga. Hún er fyrir fólk sem vill vef sem virkar, vef sem er traustur, snyrtilegur og vakinn yfir af fagfólki.
Við hugsum um vefinn – svo þú getir hugsað um viðskiptin.
👉 Hafðu samband og fáðu tilboð í vefumsjón