Mörkun
Snúa er app sem er markaðstorg sem Lúpína vann að og er í vinnslu. Appið kemur í stað Bland og fleiri fyrirtækja. Markmiðið er að ná til sem flestra með aukinni þjónustu meðal annars með fullkomnu síunarkerfi og persónulegri þjónustu.
Snúa er verkefni sem þarfnast teymis og er þar af leiðandi gæluverkefni í bili. Hafi einhver áhuga á að halda áfram með þetta verkefni í samstarfi við okkur, er velkomið að hafa samband. Okkur vantar forritara og markaðssérfræðing til þess að klára þetta.