Vefsíða og notendaupplifun

Vefsíða fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaðinum

(fyrirtæki)

Southcoast Adventure

Vefsíða fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaðinum

Yfirlit verkefnis

Við hönnun og þróun vefsíðu South Adventure var markmiðið skýrt: að skapa sjónrænt sterkt og notendavænt umhverfi sem endurspeglar þær einstöku upplifanir sem fyrirtækið býður upp á á Suðurlandi. Hönnunarferlið fól í sér samtal við tengilið SA og greiningu á því hvernig ferðalangar leita sér upplýsinga og bóka ferðir.

Stefna og markmið

Í upphafi ferlisins var unnin greinargóð þarfagreining. Sérstaða South Adventure liggur í persónulegum og staðbundnum upplifunum – frá jöklagöngum og hellaskoðun til menningarferða í sveitum Suðurlands. Við vildum að vefurinn tæki mið af þeirri sérstöðu og miðlaði henni með skýru og aðgengilegu notendaviðmóti.

Notendaupplifun og upplýsingaflæði

Við lögðum mikla áherslu á að gestir vefsins gætu auðveldlega nálgast upplýsingar um ferðir, skoðað myndir og bókað með lágmarks fyrirhöfn. Flæðið var hugsað út frá þörfum ferðamannsins – hvort sem hann er í snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu. Bókunarkerfi og upplýsingar um afgreiðslu og þjónustu voru settar fram með skýrleika og trausti að leiðarljósi.

Loka niðurstaða

Niðurstaðan varð að vefsíðu sem var stílhrein og nútímaleg með töluvert betri notendaupplifun.