Vefsíðugerð

Vefsíða fyrir gistiheimili á Seyðisfirði

(fyrirtæki)

Undiraldan studio apartments

Vefsíða fyrir gistiheimili á Seyðisfirði

Yfirlit verkefnis

Undiraldan er notalegt og persónulegt gistiheimili sem býður gestum sínum að upplifa kyrrð, nálægð við náttúru og hlýlegt andrúmsloft – og það var einmitt þetta sem við vildum láta endurspeglast í hönnun og uppbyggingu vefsins.

Hönnun með hjarta og tilgang

Við nálguðumst verkefnið út frá spurningunni: Hvernig getum við vakið þá tilfinningu sem fólk finnur þegar það kemur á staðinn – áður en það stígur fæti yfir þröskuldinn?
Vefurinn átti ekki aðeins að veita hagnýtar upplýsingar, heldur einnig að skapa stemningu. Við byggðum hönnunina upp í kringum ljósmyndir frá staðnum, náttúrulega liti og einfalt en hlýlegt viðmót sem býður notandann velkominn.

Einfaldleiki í notkun – dýpt í upplifun

Notendaviðmótið var hannað með einfaldleika og flæði í huga. Gestir vefsins geta auðveldlega fundið upplýsingar um gistimöguleika, þjónustu og nálæg svæði – auk þess að bóka beint með einföldum hætti. Bókunarhnappur er sýnilegur en truflar ekki flæðið og er aðgengilegur í öllum skjástærðum.

Loka niðurstaða

Niðurstaðan var stílhrein vefsíða sem skapaði stemmningu og virkaði.