Vefsíða og endurhönnun
OA eru sjálfhjálparsamtök fyrir fólk með matarfíkn og eru byggð á kerfi AA samtakanna. Þau óskuðu eftir að myndir og grafík væru frekar abstrakt til þess að koma í veg fyrir m.a. staðalímyndir. Við útbjuggum þá litapallettu og notuðum teikningar og grafík frá freepik. Í grafíkinni voru mjög fallegir litir og voru þeir m.a. notaðir áfram við gerð vefsíðunnar. Einnig settum við upp sjálfshjálpar próf, pdf-skjöl, hlaðvörp og margt fleira. Lógoið þeirra er þeirra universal lógó og þ.a.l. var ekki hægt að útbúa nýtt logo fyrir þau.
Við hönnunina á þessari vefsíðu var notast við örlitlar hreyfingar sem sjást þegar er skrunað niður bæði þegar texti birtist og svo skemmtileg hreyfing í rammanum "Taktu skrefið að betri vellíðan". Grafíkin er einstaklega falleg og valin út frá abstrakt hugmyndum og gefa síðunni mjög mikið. Sömuleiðis abstract formin sem eiga einnig að koma í veg fyrir staðalímyndir.
Niðurstaðan var vefsíða sem að talar til allra hópa, með gott aðgengi að fræðslu, upplýsingum og gögnum.